Framtíðargrunnur

Framtíðin lögð með góðri ávöxtun

Framtíðargrunnur er hugsaður fyrir þá sem vilja spara og mynda sjóð fyrir börnin þegar þau komast á fullorðinsár. Reikningurinn ber hæstu vexti almennra innlánsreikninga hverju sinni og er því góður kostur fyrir langtímasparnað.

Hægt er að velja um verðtryggðan eða óverðtryggðan Framtíðargrunn.

Innstæðan er laus til útborgunar við 18 ára aldur. Á 18 ára afmælisdegi eru vextir reiknaðir og fjármagnstekjuskattur dreginn af vöxtum. Ef um er að ræða verðtryggðan Framtíðargrunn binst öll innstæðan aftur í mánuðinum eftir 18 ára afmæli. Samkvæmt reglum Seðlabanka um verðtryggð innlán er innstæðan þá bundin í 5 mánuði og svo laus í einn mánuð.

Fyrir einstaklinga sem náð hafa 15 ára aldri er boðið upp á að stofna óverðtryggðan Framtíðargrunn þar sem lágmarksbinditími verðtryggðra reikninga er þrjú ár.

Eiginleikar Framtíðargrunns

  • Reikningurinn hentar vel sem sparnaðarform fyrir börn og unglinga.
  • Reikningurinn er bundinn til 18 ára aldurs.
  • Innborganir sem gerðar eru eftir að reikningseigandi hefur náð 15 ára aldri eru bundnar í 3 ár frá innborgunardegi og fær hver sinn lausnartíma nema Reglubundinn sparnaður sé á reikningum.
  • Engin þjónustugjöld, innlausnargjöld eða aðrar þóknanir.
  • Ef innstæða er ekki tekin út við 18 ára aldur heldur hún óbreyttum kjörum.
  • Eftir 18 ára aldur er verðtryggði reikningurinn laus í 1 mánuð á 6 mánaða fresti.
  • Auðvelt að hefja reglubundinn sparnað.

Framtíðargrunn er hægt að stofna í næsta útibúi Landsbankans.

Skilmálar Framtíðargrunns

Sprotarnir

Klassi - fyrir unga fólkið