Landsbankinn býður fyrirtækjum fjölbreytta möguleika á fjármögnun, allt eftir því hvers konar rekstur eða fjárfestingu á að fjármagna hverju sinni.
Lán eru að jafnaði í íslenskum krónum en fyrirtæki sem hafa meirihluta tekna sinna í erlendri mynt eiga kost á lánum í erlendum myntum. Lánakjör, endurgreiðslutími, kröfur um tryggingar og önnur sambærileg atriði miðast jafnan við fjárhagslegan styrk lántaka og aðstæður á lánamarkaði hverju sinni.
Lánareiknir
Landsbankinn býður ýmsar tegundir rekstrarlána sem ætlað er að fjármagna sveiflur í rekstri fyrirtækja og fjármagna birgðir og kröfur. Lánin eru í eðli sínu skammtímalán og geta verið til allt að 12 mánaða.
Nánar um rekstrarlán
Fjárfestingarlánum er fyrst og fremst ætlað að fjármagna varanlegar eignir hjá fyrirtækjum. Lánstími ræðst af áætluðum líftíma þeirrar eigna sem fjármögnuð er, en eru almennt til allt að 25 ára.
Nánar um fjárfestingarlán
Landsbankinn býður fyrirtækjum hagstæðar leiðir til fjármögnunar á atvinnutækjum. í boði eru bílalán, bílasamningar og kaupleigusamningar.
Nánar um fjármögnun bíla og tækja
Lykillinn að vel heppnaðri fjármögnun á skipulögðum verðbréfamarkaði eru vönduð og skipulögð vinnubrögð og traust tengsl við fjárfesta. Landsbankinn hefur sterk tengsl við helstu fjárfesta á Íslandi.
Nánar um fjármögnun á markaði
Landsbankinn hf. Austurstræti 11, 155 Reykjavík, kt. 471008-0280 Swift: NBIIISRE
Swift/BIC: NBIIISRE Lagalegur fyrirvari Viðskiptaskilmálar Starfsfólk Öryggismál
Hér getur þú sent okkur fyrirspurn, ábendingu, hrós eða kvörtun.