Efnahagsmál

Hagfræðideild Landsbankans birtir hér yfirlit, greiningar og rannsóknir er snúa að þróun og horfum helstu hagvísa, svo sem verðbólgu, stýrivöxtum, hagvexti, atvinnuleysi og utanríkisviðskipum.

Vikubyrjun: mánudagurinn 28. júlí

Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar fyrir júní var birt í vikunni. Samkvæmt henni voru að jafnaði 195.400 manns á vinnumarkaði, þar af 9.000 sem voru án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 85,3% og atvinnuleysi 4,6%. Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,17% og launavísitalan hækkaði um 0,5% frá fyrri mánuði.

Það helsta frá vikunni sem leið

Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar fyrir júní var birt í vikunni. Samkvæmt henni voru að jafnaði 195.400 manns á vinnumarkaði, þar af 9.000 sem voru án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 85,3% og atvinnuleysi 4,6%. 

Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,17% og launavísitalan hækkaði um 0,5% frá fyrri mánuði.

Bæði Össur og Marel birtu afkomutilkynningar fyrir 2. ársfjórðung í vikunni. Hagnaður Össurar á öðrum fjórðungi var 17 milljónir dollara (13% af sölu) sem er 106% aukning frá sama fjórðungi fyrra árs. Hagnaður Marels á öðrum fjórðungi var 0,8 milljónir evra samanborið við 5,2 milljónir evra á sama fjórðungi fyrra árs.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,3% í vikunni. Mest hækkuðu bréf í Össuri (+8,5%), Marel (+4,1%) og Icelandair (2,6%) á meðan bréf í TM (-1,9%) og Vís (-1,1%) lækkuðu mest.

Gengi krónunnar var áfram nokkuð stöðugt í vikunni. Krónan styrktist gagnvart sterlingspundi (GBPISK = 195,4; -0,1%) og evrunni (EURISK = 114,5; -0,2%) en veiktist gagnvart Bandaríkjadal (USDISK = 115,1; +0,5%).

Í vikunni gáfum við út Hagsjá um stöðu á vinnumarkaði.

Mynd vikunnar

Mynd vikunnar sýnir þróun flugfargjalda til útlanda síðustu mánuði. Myndin sýnir hlutfallslegar breytingar milli mánaða og hafa flugfargjöld hækkað um rúm 15% og 10% síðustu tvo mánuði.

Mynd vikunnar

Vikan framundan

Icelandair verður með afkomutilkynningu fyrir 2. ársfjórðung á miðvikudaginn.

Fitch fyrirhuga að birta uppfært lánshæfismat á íslenska ríkið á föstudaginn.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 28. júlí 2014

Innlendar markaðsupplýsingar 28. júlí 2014

Erlendar markaðsupplýsingar 28. júlí 2014


Hvað fannst þér um þessa grein? Láttu okkur vita

Lesa grein

Hagsjá: Jákvæðar fréttir af vinnumarkaði

Í vikunni birtust þrjár tölur um vinnumarkaðinn á Íslandi. Hagstofan og vinnumálastofnun birtu atvinnuleysistölur og Hagstofan birti einnig launavísitölu júnímánaðar. Tölurnar sýna allar að vinnumarkaðurinn er á réttri leið, atvinnuleysi lækkar og laun hækka. Á sama tíma er verðbólgan lág og því hefur kaupmáttur launa aukist.

Samantekt

Í vikunni birtust þrjár tölur um vinnumarkaðinn á Íslandi. Hagstofan og vinnumálastofnun birtu atvinnuleysistölur og Hagstofan birti einnig launavísitölu júnímánaðar. Tölurnar sýna allar að vinnumarkaðurinn er á réttri leið, atvinnuleysi lækkar og laun hækka. Á sama tíma er verðbólgan lág og því hefur kaupmáttur launa aukist.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Jákvæðar fréttir af vinnumarkaði

Hvað fannst þér um þessa grein? Láttu okkur vita

Lesa grein

Vikubyrjun: mánudagurinn 21. júlí

Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,8% í júní, sem er mesta lækkun milli mánaða frá því í desember 2010. Síðasta föstudag uppfærði Standard & Poor‘s lánshæfismat Ríkissjóðs Íslands. Horfununum var breytt úr stöðugum í jákvæðar (BBB- fyrir langtímaskuldbindingar og A-3 fyrir skammtímaskuldbindingar).

Það helsta frá vikunni sem leið

Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,8% í júní, sem er mesta lækkun milli mánaða frá því í desember 2010. 

Síðasta föstudag uppfærði Standard & Poor‘s lánshæfismat Ríkissjóðs Íslands. Horfununum var breytt úr stöðugum í jákvæðar (BBB- fyrir langtímaskuldbindingar og A-3 fyrir skammtímaskuldbindingar).

Vinnumálastofnun birti júní tölur fyrir skráð atvinnuleysi. Skráð atvinnuleysi í júní var 3,2% sem er 0,4% lækkun frá því í maí.

Úrvalsvísitalan stóð í stað í vikunni. Mest hækkuðu bréf í HB Granda (+2,3%) og VÍS (+1,0%) á meðan bréf í Högum (-1,4%) og Fjarskiptum (-2,5%) lækkuðu mest.

Gengi krónunnar var áfram nokkuð stöðugt í vikunni. Krónan veiktist gagnvart Sterlingspundi (GBPISK = 195,7; +0,4%), Bandaríkjadal (USDISK = 114,5; +0,6%) og norsku krónunni (NOKISK = 18,51; +0,4%).

Í vikunni gáfum við út Hagsjá um Íbúðaverð og verðbólguspá fyrir júlí.

Mynd vikunnar

Þjóðskrá Íslands gaf út vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu í vikunni. Mynd vikunnar sýnir þróun vísitölu húsnæðisverðs síðan 2010. Íbúðarverð hefur verið á nokkru skriði upp á við síðustu ár og hefur fjölbýli leitt förina.

Mynd vikunnar

Vikan framundan

Á miðvikudaginn birtir Hagstofan meðal annars nýjustu vinnumarkaðsrannsókn sína, vísitölu neysluverðs og vísitölu kaupmáttar launa. Marel verður með afkomutilkynningu fyrir 2. ársfjórðung á miðvikudaginn og Össur á fimmtudaginn.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 21. júlí 2014

Innlendar markaðsupplýsingar 21. júlí 2014

Erlendar markaðsupplýsingar 21. júlí 2014


Hvað fannst þér um þessa grein? Láttu okkur vita

Lesa grein

Hagsjá: Íbúðaverð lækkar tvo mánuði í röð

Þjóðskrá Íslands gaf út vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu fimmtudaginn 17. júlí. Vísitalan lækkaði um 0,8% í júní, sem er mesta lækkun milli mánaða frá því í desember 2010. Íbúðaverð lækkaði einnig í maí og er þetta í fyrsta skipti frá árinu 2010 sem íbúðaverð lækkar tvo mánuði í röð.

Samantekt

Þjóðskrá Íslands gaf út vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu fimmtudaginn 17. júlí. Vísitalan lækkaði um 0,8% í júní, sem er mesta lækkun milli mánaða frá því í desember 2010. Íbúðaverð lækkaði einnig í maí og er þetta í fyrsta skipti frá árinu 2010 sem íbúðaverð lækkar tvo mánuði í röð. 

Íbúðaverð hefur verið á nokkru skriði upp á við fyrstu tvo ársfjórðunga ársins 2014. Íbúðaverð var í júní 6,8% hærra en fyrir ári síðan, í samanburði var árshækkunin rúmlega 11% í mars og apríl.

Raunverð húsnæðis hefur hækkað duglega að undanförnu bæði vegna hækkunar á íbúðaverði og vegna hagstæðrar verðbólguþróunar. Í júní var raunverð íbúða 5,7% hærra en það var árið áður.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Íbúðaverð lækkar tvo mánuði í röð

Hvað fannst þér um þessa grein? Láttu okkur vita

Lesa grein

Vikubyrjun: mánudagurinn 14. júlí

Ríkissjóður gekk frá samningi um útgáfu evruskuldabréfa að fjárhæð 750 m. evra. Lánamál ríkisins (LR) birtu í vikunni niðurstöðu útboðs ríkisvíxla. Seðlabankinn ákvað í vikunni að auka reglubundin vikuleg kaup á gjaldeyri úr þremur milljónum evra í sex milljónir evra. Úrvalsvísitalan stóð í stað í vikunni. Gengi krónunnar var áfram nokkuð stöðugt.

Það helsta frá vikunni sem leið

Ríkissjóður gekk frá samningi um útgáfu evruskuldabréfa að fjárhæð 750 m. evra. Stefnt er að því að nota andvirðið til að greiða niður neyðarlánin frá vinaþjóðunum okkar.

Lánamál ríkisins (LR) birtu í vikunni niðurstöðu útboðs ríkisvíxla. Alls samþykkti LR tilboðum í RIKV 14 1015 fyrir 700 m.kr. að nafnverði (verð: 98,963; krafa: 4,10%) og í RIKV 15 0115 fyrir 3.280 m.kr. að nafnverði (verð: 97,898; krafa: 4,20%).

Seðlabankinn ákvað í vikunni að auka reglubundin vikuleg kaup á gjaldeyri úr þremur milljónum evra í sex milljónir evra. Seðlabankinn hefur frá áramótum keypt að meðaltali um 9,8 milljónir evra á viku.

Úrvalsvísitalan stóð í stað í vikunni. Mest hækkuðu bréf í Fjarskiptum (+1,6%) og Icelandair (+1,2%) á meðan bréf í N1 (-3,4%), Sjóvá (-2,6%) og Högum (-2,4%) lækkuðu mest.

Gengi krónunnar var áfram nokkuð stöðugt í vikunni. Hún veiktist gagnvart Evru (EURISK = 155,0; +0,5%), Bandaríkjadal (USDISK = 113,9; +0,4%) og sterlingspundi (GBPISK = 194,9; +0,1%).

Lánamál ríkisins gáfu út í vikunni markaðsupplýsingar í júlí.

Við gáfum út tvær Hagsjár um lífeyrissjóðina (sjá Staða lífeyrissjóðanna að mörgu leyti góð og Ýmis ljón í vegi lífeyriskerfisins) og eina um gengisþróun íslensku krónunnar.

Mynd vikunnar

Í vikunni gaf ríkissjóður út 750 m. evra skuldabréf með gjalddaga 2020. Mynd vikunnar sýnir meðal annars vaxtakjör íslenska bréfsins á markaði (11. júlí) og sambærilegra erlendra bréfa, öll með gjalddaga 2020. Þar sést að ávöxtunarkrafa íslenska bréfsins er nánast á pari miðað við rúmensku og rússnesku bréfin á meðan þýsku, finnsku og frönsku bréfin bera lægstu kröfuna.

Mynd vikunnar

Vikan framundan

Á þriðjudaginn birtir Vinnumálastofnun upplýsingar um skráð atvinnuleysi í júní, á fimmtudag birtir Þjóðskrá vísitölu íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu, og á föstudag birtir Hagstofan upplýsingar um fiskafla í júní og veltu skv. virðisaukaskýrslum á fyrstu fjóra mánuði ársins. S&P fyrirhuga að birta uppfært lánshæfismat á íslenska ríkið á föstudaginn.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 14. júlí 2014

Innlendar markaðsupplýsingar 14. júlí 2014

Erlendar markaðsupplýsingar 14. júlí 2014

Hvað fannst þér um þessa grein? Láttu okkur vita

Lesa grein


Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér eru unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær eru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara. | Lesa allan fyrirvarann