Efnahagsmál

Hagfræðideild Landsbankans birtir hér yfirlit, greiningar og rannsóknir er snúa að þróun og horfum helstu hagvísa, svo sem verðbólgu, stýrivöxtum, hagvexti, atvinnuleysi og utanríkisviðskipum.

Hagsjá: Kröftugur vöxtur einkaneyslu en lítil fjárfesting í atvinnulífinu

Landsframleiðslan jókst um 2,4% á öðrum ársfjórðungi 2014 miðað við sama tímabil 2013. Einkaneysla jókst um 4,2%, útflutningur um 3,4% en innflutningur um 7,2%. Á fyrri árshelmingi jukust þjóðarútgjöld um 2,8% en landsframleiðslan einungis um 0,6% og skýrist það af miklum vexti innflutnings sem nam 9%.

Samantekt

Landsframleiðslan jókst um 2,4% á öðrum ársfjórðungi 2014 miðað við sama tímabil 2013. Einkaneysla jókst um 4,2%, útflutningur um 3,4% en innflutningur um 7,2%. Alls jukust þjóðarútgjöld um 4,2%. 

Á fyrri árshelmingi jukust þjóðarútgjöld um 2,8% en landsframleiðslan einungis um 0,6% og skýrist það af miklum vexti innflutnings sem nam 9%. 

Vöxtur einkaneyslu ekki meiri í þrjú ár

Töluvert mikill vöxtur var í einkaneyslu á öðrum fjórðungi en vöxtur hennar yfir tólf mánaða tímabil hefur ekki verið jafn mikill í þrjú ár. Vöxturinn var einnig kröftugur á fyrsta ársfjórðungi þegar hann nam 3,8%. Vöxturinn á fyrri árshelmingi nemur því 4%. Í maí gaf Hagfræðideild út uppfærða hagspá fyrir árið í ár og tvö næstu ár. Í þeirri spá var gert ráð fyrir að vöxturinn yfir árið í heild yrði 3,7%. Vöxturinn það sem af er ári er aðeins yfir þeirri spá. Vöxtur einkaneyslu hefur verið studdur af vexti kaupmáttar launa sem var að meðaltali 2,7 prósentum meiri á fyrri árshelmingi en á sama tíma fyrir ári. 

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Kröftugur vöxtur einkaneyslu en lítil fjárfesting í atvinnulífinu

Hvað fannst þér um þessa grein? Láttu okkur vita

Lesa grein

Hagsjá: Íbúðaverð hækkar um 2,6% á milli mánaða

Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 2,6% í ágúst, sem er töluverð hækkun milli mánaða og sú mesta frá maí 2011. Íbúðaverð hefur verið á nokkru skriði upp á við og var íbúðaverð í ágúst 9,3% hærra en fyrir ári síðan. Á þessu ári hefur íbúðaverð hækkað um 6,4%.

Samantekt

Þjóðskrá Íslands gaf út ágústmælingu vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu fyrr í vikunni. Vísitala íbúðaverðs hafði lækkað um 0,7% milli apríl og júlí en hækkaði um 2,6% í ágúst, sem er töluverð hækkun milli mánaða og sú mesta frá maí 2011. Íbúðaverð hefur verið á nokkru skriði upp á við og var íbúðaverð í ágúst 9,3% hærra en fyrir ári síðan. Á þessu ári hefur íbúðaverð hækkað um 6,4%.

Ekki er gott að lesa of mikið í mánaðarbreytingar á íbúðaverði, en þær geta verið töluverðar í hvora áttina á milli mánaða. Þegar litið er yfir lengri tíma sést að þróun íbúðaverðs hefur verið nokkuð hröð upp á við ásamt því að greinilegur munur er á verðþróun fjölbýlis annars vegar og sérbýlis hins vegar.

Lesa Hagsjána í heild 

Hagsjá: Íbúðaverð hækkar um 2,6% milli mánaða

Hvað fannst þér um þessa grein? Láttu okkur vita

Lesa grein

Hagsjá: Kaupmáttur á góðri leið upp á við

Nú í júlí hafði kaupmáttur launa hækkað um 3,5% frá sama tíma í fyrra. Því hefur tekist að auka kaupmátt með litlum launabreytingum sem er vísbending um áherslur við gerð síðustu kjarasamninga hafi tekist nokkuð vel. Kaupmáttaraukningin á ársgrundvelli í júlí á þessu ári var ríflega tvöföld miðað við sama tímabili í fyrra.

Samantekt

Nú í júlí hafði kaupmáttur launa hækkað um 3,5% frá sama tíma í fyrra. Því hefur tekist að auka kaupmátt með litlum launabreytingum sem er vísbending um áherslur við gerð síðustu kjarasamninga hafi tekist nokkuð vel. Sé litið eitt ár til baka sést að kaupmáttaraukningin á ársgrundvelli í júlí á þessu ári var ríflega tvöföld miðað við sama tímabili í fyrra þrátt fyrir svipaðar launabreytingar, en mun betur hefur tekist að halda verðbólgunni í skefjum.

Launa- og kaupmáttarþróun hefur verið mun hagstæðari á almenna markaðnum á heilu ári en hjá opinberum starfsmönnum. Það er athyglisvert hversu mikill munur er innan opinbera hópsins, á milli starfsmanna ríkisins og starfsmanna sveitarfélaga. Þróun starfsmanna sveitarfélaga er síðri en ríkisstarfsmanna sem tekst að halda nokkuð vel í við almenna markaðinn á ársgrundvelli.

Hvað einstakar starfsstéttir varðar hefur þjónustu- og afgreiðslufólk notið mestra kjarabóta og þar á eftir kemur skrifstofufólk og tæknar og sérmenntað fólk sé litið á heilt ár. Kaupmáttarþróun innan atvinnugreina hefur verið ærið mismunandi. Sé litið á stöðuna yfir heilt ár hefur kaupmáttur í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð aukist mest og þvínæst í samgöngum og flutningum.

Sé litið til umræðunnar um kjaramál gefa tölur Hagstofunnar ekki til kynna að laun stjórnenda hafi að jafnaði hækkað meira en hjá öðrum starfsstéttum. Að sama skapi er ekki hægt að segja að laun í fjármálaþjónustu séu að hækka meira en í öðrum greinum. Þessar tölur undirstrika mikla breidd innan bæði hópa og atvinnugreina og kannski meiri meðal stjórnenda og innan fjármálaþjónustu en annars staðar.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Kaupmáttur á góðri leið upp á við


Hvað fannst þér um þessa grein? Láttu okkur vita

Lesa grein

Vikubyrjun: mánudagurinn 15. september

Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2015 var lagt fram á Alþingi. Gert er ráð fyrir 4,1 ma. kr. afgangi 2015, að okkar mati hefði mátt ætla að reynt yrði að ná meiri tekjuafgangi. Skráð atvinnuleysi í ágúst var 3,1% í samanburði við 4,0% atvinnuleysi á sama tímabili í fyrra.

Það helsta frá vikunni sem leið

Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2015 var lagt fram á Alþingi. Gert er ráð fyrir 4,1 ma. kr. afgangi 2015, að okkar mati hefði mátt ætla að reynt yrði að ná meiri tekjuafgangi.

Skráð atvinnuleysi í ágúst var 3,1% í samanburði við 4,0% atvinnuleysi á sama tímabili í fyrra.

Hagstofan frestaði birtingu mats á landsframleiðslu á öðrum ársfjórðungi sem átti að koma í vikunni til föstudagsins 19. september.

Lánamál ríkisins (LR) birtu markaðsupplýsingar í september. Athygli vakti í útboði ríkisvíxla á fimmtudag að krafan á þriggja mánaða víxlum hækkaði um 0,5 prósentustig milli útboða sem er meiri breyting milli útboða en við eigum að venjast.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,6% í vikunni. Mest hækkuðu bréf í HB Granda (+3,5%) meðan bréf í Reginn (-2,5%) og TM (-2,2%) lækkuðu mest.

Mynd vikunnar

Engin markmið virðast vera í fjárlagafrumvarpinu um niðurgreiðslu skulda. Hins vegar er stefnt að sölu ríkiseigna til að greiða niður skuldir og létta vaxtabyrði. Í því sambandi er sérstaklega horft til sölu á 30% hlut í Landsbankanum hf. á næstu tveimur árum til að greiða niður lán sem tekin voru til að endurfjármagna fjármálastofnanir í kjölfar bankahrunsins. Á myndinni má sjá áætlaða þróun á vaxtatekjum og vaxtagjöldum ríkissjóðs samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Eins og sést virðist vera gert ráð fyrir að vaxtajöfnuður muni frekar versna fram til ársins 2018.

Vikan framundan

Þjóðskrá birtir á morgun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu fyrir ágúst og á miðvikudag upplýsingar um leiguverð íbúðahúsnæðis fyrir sama mánuð. Á föstudag birtir Hagstofan landsframleiðslu á öðrum ársfjórðungi.

Við teljum talsverðar líkur á að LR hætti við fyrirhugað útboð ríkisbréfa á föstudag.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 15. september 2014

Innlendar markaðsupplýsingar 15. september 2014

Erlendar markaðupplýsingar 15. september 2014

Hvað fannst þér um þessa grein? Láttu okkur vita

Lesa grein

Hagsjá: Spáum 0,2% hækkun VNV í september

Hagstofan birtir septembermælingu vísitölu neysluverðs (VNV) fimmtudaginn 25. september nk. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,2% hækkun vísitölunnar milli mánaða. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan lækka lítillega, eða úr 2,2% í 2,1%.

Samantekt

Hagstofan birtir septembermælingu vísitölu neysluverðs (VNV) fimmtudaginn 25. september nk. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,2% hækkun vísitölunnar milli mánaða. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan lækka lítillega, eða úr 2,2% í 2,1%.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Spáum 0,2% hækkun VNV í september

Hvað fannst þér um þessa grein? Láttu okkur vita

Lesa grein


Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér eru unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær eru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara. | Lesa allan fyrirvarann