Efnahagsmál

Hagfræðideild Landsbankans birtir hér yfirlit, greiningar og rannsóknir er snúa að þróun og horfum helstu hagvísa, svo sem verðbólgu, stýrivöxtum, hagvexti, atvinnuleysi og utanríkisviðskipum.

Hagsjá: Einkaneysla heimilanna umfram ráðstöfunartekjur

Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann minnkaði um 0,7% milli áranna 2012 og 2013. Einkaneysla heimilanna hefur yfirleitt verið meiri en ráðstöfunartekjurnar leyfa og séð yfir lengri tíma var það aðeins á samdráttarárunum 2008 og 2009 að tekjur voru meiri en neysluútgjöldin þó ekki hafi munað miklu.

Samantekt

Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann minnkaði um 0,7% milli áranna 2012 og 2013. Að öllu jöfnu ættu ráðstöfunartekjur heimilanna að duga til að fjármagna einkaneyslu þeirra auk þess sem þau geti lagt eitthvað til hliðar í sparnað. Einkaneyslan hefur þó yfirleitt verið meiri en ráðstöfunartekjurnar leyfa og séð yfir lengri tíma var það aðeins á samdráttarárunum 2008 og 2009 að tekjur voru meiri en neysluútgjöldin þó ekki hafi munað miklu.

Ein skýring á því að einkaneyslan sé til lengri tíma meiri en ráðstöfunartekjur gæti verið að raunverulegar tekjur heimilanna séu vanmetnar, þ.e. þær séu ekki allar gefnar upp til skatts. Á síðustu árum hefur aukin einkaneysla að einhverju leyti verið fjármögnuð með úttekt sparifjár af innlánsreikningum og þar að auki hafa ýmsar skuldalækkunaraðgerðir og úttekt séreignasparnaðar eflaust haft áhrif.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Einkaneysla heimilanna umfram ráðstöfunartekjur


Hvað fannst þér um þessa grein? Láttu okkur vita

Lesa grein

Vikubyrjun mánudagurinn 20. október

Seðlabankinn birti fundargerð peningastefnunefndar vegna vaxtaákvörðunarinnar 1. október. Tónninn í fundargerðinni var nokkuð mildari en við bjuggumst við í kjölfar yfirlýsingar nefndarinnar á vaxtaákvörðunardeginum. Samkvæmt fundargerðinni komu bæði fram rök fyrir óbreyttum vöxtum og lækkun.

Það helsta frá vikunni sem leið

Seðlabankinn birti fundargerð peningastefnunefndar vegna vaxtaákvörðunarinnar 1. október. Tónninn í fundargerðinni var nokkuð mildari en við bjuggumst við í kjölfar yfirlýsingar nefndarinnar á vaxtaákvörðunardeginum. Samkvæmt fundargerðinni komu bæði fram rök fyrir óbreyttum vöxtum og lækkun, en allir nefndarmenn studdu tillögu Seðlabankastjóra um óbreytta vexti.

S&P breytti horfum fyrir stóru viðskiptabankana þrjá úr stöðugum í jákvæðar í kjölfar þess að matsfyrirtækið breytti horfum fyrir hagkerfið í heild í sumar. S&P sá hins vegar ekki ástæðu til þess að breyta horfum fyrir Íbúðalánasjóð.

Skráð atvinnuleysi í september var 3,0% í samanburði við 3,8% í september í fyrra.

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,1% milli mánaða í september meðan vísitala leiguverðs hækkaði um 0,7%.

Lánamál ríkisins (LR) tóku tilboðum í þriggja mánaða víxla að nafnvirði 5,1 ma. kr. á kröfunni 4,6% á mánudag. Öllum tilboðum í sex mánaða víxla var hafnað. Staða ríkisvíxla hækkar um 3,8 milljarða í 25,5 við útboðið, en stefnt að því að staða ríkisvíxla í lok árs verði 30 ma. kr.

Verðmælingar vegna októbermælingu vísitölu neysluverðs voru framkvæmdar í vikunni. Venju samkvæmt birtu flestir greiningaraðilar spár sínar á föstudag. Við spáum 0,1% hækkun vísitölunnar milli mánaða, gangi spáin eftir mun ársverðbólgan hækka lítillega, eða úr 1,8% í 1,9%.

Flest hlutabréf lækkuðu í vikunni, en OMXI8 lækkaði um 1,7%. Mest lækkuðu bréf í Eimskip (-6,6%), Marel (-4%), Fjarskipti (-3,7%) og HB Granda (-3,6%). Bréf í tryggingarfélögunum tveimur, TM (+0,8%) og Sjóvá (+0,7%), ásamt bréfum í Össuri (+0,7%) voru þau einu sem hækkuðu.

Mynd vikunnar

Á myndinni sjáum við breytingu frá síðustu áramótum á helstu undirliðum vísitölu neysluverðs. Eins og sést hafa vörur almennt ekki hækkað mikið í ár, fyrir utan áfengi og tóbak sem hafa hækkað nokkuð. Þeir tveir liðir sem hafa hækkað langmest eru húsnæði og opinber þjónusta. Stýrivextir geta haft áhrif á húsnæðisliðinn með því að gera húsnæðislán dýrari, en erfitt er að sjá í gegnum hvaða miðlunarferli stýrivextir geti haft áhrif á gjaldskrár opinbera aðila.

Vikan framundan

Þrjú félög í kauphöllinni munu birta árshlutauppgjör. Marel ríður á vaðið á miðvikudag; Össur og Hagar birta á fimmtudag.

Lítið erum um áhugaverða hagvísa í vikunni. Helst að nefna mánaðarlega vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar sem þeir birta á miðvikudag ásamt upplýsingum um vísitölu launa.

Á föstudag er fyrirhugað útboð á ríkisbréfum.

41. þing ASÍ verður haldið dagana 22.-24. október. Þar verður ný forysta kosin fyrir samtökin og má ætla að viðræður og undirbúningur fyrir næstu kjarasamninga hefjist af meiri þunga í kjölfarið.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 20. október 2014

Innlendar markaðsupplýsingar 20. október 2014

Erlendar markaðsupplýsingar 20. október 2014

Hvað fannst þér um þessa grein? Láttu okkur vita

Lesa grein

Hagsjá: Spáum 0,1% hækkun VNV í október

Hagstofan birtir októbermælingu vísitölu neysluverðs (VNV) miðvikudaginn 29. október nk. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,1% hækkun vísitölunnar milli mánaða. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan hækka lítillega, eða úr 1,8% í 1,9%.

Samantekt

Hagstofan birtir októbermælingu vísitölu neysluverðs (VNV) miðvikudaginn 29. október nk. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,1% hækkun vísitölunnar milli mánaða. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan hækka lítillega, eða úr 1,8% í 1,9%.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Spáum 0,1% hækkun VNV í október

Hvað fannst þér um þessa grein? Láttu okkur vita

Lesa grein

Hagsjá: Getur íslensk mjólkurframleiðsla staðið á eigin fótum?

Kúabúum hefur fækkað jafnt og þétt á síðustu árum á meðan framleiðsla þeirra hefur aukist. Þrátt fyrir þessa aukningu þá stendur Ísland í raun aftarlega þegar kemur að bústærð og meðalnytjum samanborið við nágrannaþjóðir okkar.

Samantekt

Samhliða því að framleiðsla og sala á mjólkurafurðum hefur aukist á síðustu árum hefur fjöldi og fyrirkomulag kúabúa í landinu breyst. Einstökum framleiðendum hefur fækkað jafnt og þétt á meðan framleiðsla þeirra hefur aukist. Á sama tíma og kúabúum og mjólkurkúm hefur fækkað hefur mjólkurframleiðslan aukist um 19 milljónir lítra eða um 18,4%. Meðalnyt á hverja mjólkurkú hafa því aukist umtalsvert. Þrátt fyrir þessa aukningu þá stendur Ísland í raun aftarlega þegar kemur að bústærð og meðalnytjum samanborið við nágrannaþjóðir okkar. Samkvæmt Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna voru meðalnytin á Íslandi árið 2012 um 30% lægri en á hinum Norðurlöndunum.

Samlegðaráhrif virðast vera nokkur í mjólkurrekstri hér á landi þegar grunnreksturinn er skoðaður. Rekstrarhagnaður sem hlutfall af beingreiðslutekjum fer hratt hækkandi með bústærð þar sem að nokkrir flokkar hafa hærri rekstrarhagnað. Stærstu búin voru með allt að 22% hærri framlegð og 24% hærri meðalnyt árið 2012 heldur en minnstu búin. Hlutfall rekstrarhagnaðar af beingreiðslum hjá stærri flokkunum sýnir styrk og um leið jákvæða þróun í átt að sjálfbærri mjólkurframleiðslu.

Aukin framleiðsla á mjólk umfram greiðslumark er til marks um það að greiðslur frá afurðarstöðvunum, án beingreiðslna, standa undir kostnaði við framleiðsluaukninguna. Greining á afkomu mjólkurframleiðenda í heild bendir til þess að ríkisstuðningur í formi beingreiðslna sé enn nauðsynlegur en þróunin hefur hins vegar verið nær stöðug fram á við á síðustu árum í átt að aukinni sjálfbærni.

Ef mjólkurframleiðsla hér á landi á að fylgja erlendri þróun þá ættu bætt meðalnyt að vera aðalmarkmið. Þrátt fyrir að meðalnyt íslenskra kúa hafi dregist aftur úr í alþjóðlegum samanburði ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að vinna upp muninn. Þekkingin og tæknin sem fleytt hafa öðrum þjóðum fram úr okkur eru til staðar.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Getur íslensk mjólkurframleiðsla staðið á eigin fótum?


Hvað fannst þér um þessa grein? Láttu okkur vita

Lesa grein

Hagsjá: Rafsæstrengur yrði umfangsmikið verkefni

Rafsæstrengur milli Íslands og Bretlands yrði umfangsmikið verkefni og myndi án efa hafa töluverð efnahagsleg áhrif hér á landi. Skammtímaáhrifin fælust fyrst og fremst í þeim fjárfestingum sem farið yrði í innanlands en langtímaáhrifin í þeim nettó gjaldeyristekjum sem myndu streyma til landsins.

Samantekt

Rafsæstrengur milli Íslands og Bretlands yrði umfangsmikið verkefni og myndi án efa hafa töluverð efnahagsleg áhrif hér á landi, bæði til langs og skamms tíma. Skammtímaáhrifin fælust fyrst og fremst í þeim fjárfestingum sem farið yrði í innanlands en langtímaáhrifin í þeim nettó gjaldeyristekjum sem myndu streyma til landsins. Í þessari Hagsjá verður gerð grein fyrir umfangi verkefnisins bæði hvað varðar helstu fjárfestingar og virkjanir.

Þetta er önnur hagsjá Hagfræðideildar um sæstrengsverkefnið en þá fyrstu má sjá hér. Næst mun Hagfræðideildin taka fyrir viðskiptatækifærin í sæstrengnum og fyrirkomulag sölu í gegnum hann. Síðar verður fjallað um mögulega arðsemi verkefnisins.

Helstu tölur verkefnisins

Hagfræðistofnun vann í fyrra í samvinnu við Landsvirkjun ítarlega skýrslu um þjóðhagsleg áhrif sæstrengs. Í meginsviðsmynd Hagfræðistofnunar er gert ráð fyrir að strengurinn yrði um 1.100 km langur og 800 MW að stærð og að seldar yrðu út 5 TWst af raforku á hverju ári. Hagfræðistofnun gerir ráð fyrir að fjárfestingin í strengnum nemi um 248 ma kr. en tvær umbreytistöðvar sem tengja hann við flutningskerfi landanna tveggja munu kosta um 15 ma. kr. hvor um sig. Fjárfesting í virkjunum hér á landi er áætluð 132 ma. kr. en þær yrðu í eigu innlendra aðila. Hins vegar er gert ráð fyrir að strengurinn yrði í eigu erlendra aðila. Gert er ráð fyrir að fjárfesting vegna flutningskerfis verði um 40 ma. kr. og að kostnaður vegna undirbúnings verði um 5,3 ma. kr. Í heildina er því gert ráð fyrir kostnaði og fjárfestingum upp á um 455 ma. kr.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Rafsæstrengur yrði umfangsmikið verkefni


Hvað fannst þér um þessa grein? Láttu okkur vita

Lesa grein


Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér eru unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær eru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara. | Lesa allan fyrirvarann