Efnahagsmál

Hagfræðideild Landsbankans birtir hér yfirlit, greiningar og rannsóknir er snúa að þróun og horfum helstu hagvísa, svo sem verðbólgu, stýrivöxtum, hagvexti, atvinnuleysi og utanríkisviðskipum.

Vikubyrjun: mánudagurinn 15. september

Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2015 var lagt fram á Alþingi. Gert er ráð fyrir 4,1 ma. kr. afgangi 2015, að okkar mati hefði mátt ætla að reynt yrði að ná meiri tekjuafgangi. Skráð atvinnuleysi í ágúst var 3,1% í samanburði við 4,0% atvinnuleysi á sama tímabili í fyrra.

Það helsta frá vikunni sem leið

Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2015 var lagt fram á Alþingi. Gert er ráð fyrir 4,1 ma. kr. afgangi 2015, að okkar mati hefði mátt ætla að reynt yrði að ná meiri tekjuafgangi.

Skráð atvinnuleysi í ágúst var 3,1% í samanburði við 4,0% atvinnuleysi á sama tímabili í fyrra.

Hagstofan frestaði birtingu mats á landsframleiðslu á öðrum ársfjórðungi sem átti að koma í vikunni til föstudagsins 19. september.

Lánamál ríkisins (LR) birtu markaðsupplýsingar í september. Athygli vakti í útboði ríkisvíxla á fimmtudag að krafan á þriggja mánaða víxlum hækkaði um 0,5 prósentustig milli útboða sem er meiri breyting milli útboða en við eigum að venjast.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,6% í vikunni. Mest hækkuðu bréf í HB Granda (+3,5%) meðan bréf í Reginn (-2,5%) og TM (-2,2%) lækkuðu mest.

Mynd vikunnar

Engin markmið virðast vera í fjárlagafrumvarpinu um niðurgreiðslu skulda. Hins vegar er stefnt að sölu ríkiseigna til að greiða niður skuldir og létta vaxtabyrði. Í því sambandi er sérstaklega horft til sölu á 30% hlut í Landsbankanum hf. á næstu tveimur árum til að greiða niður lán sem tekin voru til að endurfjármagna fjármálastofnanir í kjölfar bankahrunsins. Á myndinni má sjá áætlaða þróun á vaxtatekjum og vaxtagjöldum ríkissjóðs samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Eins og sést virðist vera gert ráð fyrir að vaxtajöfnuður muni frekar versna fram til ársins 2018.

Vikan framundan

Þjóðskrá birtir á morgun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu fyrir ágúst og á miðvikudag upplýsingar um leiguverð íbúðahúsnæðis fyrir sama mánuð. Á föstudag birtir Hagstofan landsframleiðslu á öðrum ársfjórðungi.

Við teljum talsverðar líkur á að LR hætti við fyrirhugað útboð ríkisbréfa á föstudag.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 15. september 2014

Innlendar markaðsupplýsingar 15. september 2014

Erlendar markaðupplýsingar 15. september 2014

Hvað fannst þér um þessa grein? Láttu okkur vita

Lesa grein

Hagsjá: Spáum 0,2% hækkun VNV í september

Hagstofan birtir septembermælingu vísitölu neysluverðs (VNV) fimmtudaginn 25. september nk. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,2% hækkun vísitölunnar milli mánaða. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan lækka lítillega, eða úr 2,2% í 2,1%.

Samantekt

Hagstofan birtir septembermælingu vísitölu neysluverðs (VNV) fimmtudaginn 25. september nk. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,2% hækkun vísitölunnar milli mánaða. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan lækka lítillega, eða úr 2,2% í 2,1%.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Spáum 0,2% hækkun VNV í september

Hvað fannst þér um þessa grein? Láttu okkur vita

Lesa grein

Hagsjá: Er nóg að gert með fjárlagafrumvarpinu?

Fjárlagafrumvarpið hefur nú verið lagt fram með tekjuafgangi annað árið í röð. Gert ráð fyrir afgangi upp á 4,1 ma.kr. á árinu 2015. Þannig er aðeins gert ráð fyrir að heildarjöfnuður verði um 0,2% af tekjum á næsta ári sem stingur dálítið í stúf við þau tíðindi sem hafa borist af góðri greiðslustöðu ríkissjóðs nú um mitt ár og áformum um endurskoðun á tekjuöflun ársins 2014.

Samantekt

Fjárlagafrumvarpið hefur nú verið lagt fram með tekjuafgangi annað árið í röð. Gert ráð fyrir afgangi upp á 4,1 ma.kr. á árinu 2015. Þannig er aðeins gert ráð fyrir að heildarjöfnuður verði um 0,2% af tekjum á næsta ári sem stingur dálítið í stúf við þau tíðindi sem hafa borist af góðri greiðslustöðu ríkissjóðs nú um mitt ár og áformum um endurskoðun á tekjuöflun ársins 2014. Því hefði kannski mátt ætla að reynt yrði að ná meiri tekjuafgangi á næsta ári.

Skuldasöfnun ríkissjóðs hefur verið stöðvuð en engin markmið virðast vera uppi um að hefja niðurgreiðslu skulda heldur er reiknað með að hlutfall skulda ríkissjóðs af landsframleiðslu fari lækkandi. Vaxtakostnaður ríkissjóðs verður því áfram verulegur á næstu árum og eykst t.d. úr 78 ma.kr í 84 ma.kr. á milli áranna 2014 og 2015. Langtímaáætlun ríkissjóðs gerir þannig ráð fyrir að vaxtajöfnuður muni frekar versna fram til ársins 2018.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Er nóg að gert með fjárlagafrumvarpinu?

Hvað fannst þér um þessa grein? Láttu okkur vita

Lesa grein

Hagsjá: Mestu þjónustuviðskiptin við Bandaríkin

Heildarútflutningur á þjónustu nam um 483 milljörðum króna (ma. kr.) á síðasta ári (27% af VLF) en heildarinnflutningur um 335 ma. kr. (19% af VLF). Afgangur af þjónustuviðskiptum var því um 148 ma. kr. en til samanburðar var afgangur af vöruviðskiptum við útlönd um 69 ma. kr. á árinu. Íslendingar eiga mest þjónustuviðskipti við Bandaríkjamenn.

Samantekt

Heildarútflutningur á þjónustu nam um 483 ma. kr. á síðasta ári (27% af VLF) en heildarinnflutningur um 335 ma. kr. (19% af VLF). Afgangur af þjónustuviðskiptum við útlönd nam því um 148 ma. kr. (8% af VLF) en til samanburðar var afgangur af vöruviðskiptum við útlönd um 69 ma. kr. á árinu.

Samsetning helstu viðskiptalanda Íslands í þjónustuviðskiptum er talsvert frábrugðin vöruviðskiptunum. Af einstökum löndum eiga Íslendingar mest þjónustuviðskipti við Bandaríkin. Þetta á bæði við um innflutning og útflutning þjónustu.

Á síðasta ári var flutt út þjónusta til Bandaríkjanna að upphæð 69,4 ma. kr. sem gerir um 14,3% af heildarútflutningi þjónustu frá Íslandi. Innflutningur þjónustu frá Bandaríkjunum nam 65 ma. kr. eða um 19,4% heildarinnflutnings þjónustu. Samtals nema þjónustuviðskipti við Bandaríkin um 16,5% af heildarþjónustuviðskiptum Íslands.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Mestu þjónustuviðskiptin við Bandaríkin

Hvað fannst þér um þessa grein? Láttu okkur vita

Lesa grein

Vikubyrjun: mánudagurinn 8. september

Seðlabankinn (SÍ) birti upplýsingar um greiðslujöfnuð og erlenda stöðu þjóðarbúsins á öðrum ársfjórðungi ásamt uppfærðu mati á undirliggjandi erlendri stöðu þjóðarbúsins í lok fjórðungsins. Minnkandi afgangur af viðskiptum við útlönd veldur mestum áhyggjur í þessum tölum. Vöruskipti við útlönd voru hagstæð um 6,5 ma. kr. í ágúst samkvæmt bráðabirgðatölum sem Hagstofan birti.

Það helsta frá vikunni sem leið

Seðlabankinn (SÍ) birti upplýsingar um greiðslujöfnuð og erlenda stöðu þjóðarbúsins á öðrum ársfjórðungi ásamt uppfærðu mati á undirliggjandi erlendri stöðu þjóðarbúsins í lok fjórðungsins. Minnkandi afgangur af viðskiptum við útlönd veldur mestum áhyggjur í þessum tölum.

Fram kom í fundargerð peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að allir nefndarmenn voru sammála um að halda vöxtum óbreyttum á fundi nefndarinnar vegna vaxtaákvörðunarinnar 20. ágúst.

Vöruskipti við útlönd voru hagstæð um 6,5 ma.kr. í ágúst samkvæmt bráðabirgðatölum sem Hagstofan birti.

Þrátt fyrir mikla aukningu í komum erlendra ferðamanna hingað til lands fjölgaði gistinóttum á hótelum einungis um 5% í júlí miðað við 2013.

Nokkuð góð þátttaka var í útboði ríkisbréfa, en Lánamál ríkisins (LR) tóku tilboðum að nafnvirði 6,2 ma. kr. á ávöxtunarkröfunni 6,58%.

SÍ hélt gjaldeyrisútboð. Alls skiptu 5,1 ma. kr. um hendur. Útboðsverðið í öllum þremur leggjum var hið sama eða 181 króna á evru. Verðbil milli gjaldeyrisútboða og gjaldeyrismarkaðs hefur farið minnkandi síðan um mitt ár 2012 þegar eigendur aflandskróna borguðu 245 krónur fyrir hverja evru. SÍ hefur ekki gefið upp hvenær eða hvort næsta útboð verður.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,3% í vikunni. Mest hækkuðu bréf í N1 (+3,4) meðan bréf í Marel (-3,4%), Eimskip (-1,8%) og VÍS -1,2%) lækkuðu mest.

Íslenska krónan styrktist lítillega á móti evrunni í ágústmánuði í nokkuð miklum viðskiptum.

Mynd vikunnar

Eins og kom fram að ofan, uppfærði SÍ í vikunni mat á undirliggjandi erlendri stöðu þjóðarbúsins, þ.e. áætlaðri skuldastöðu þjóðarbúsins eftir að uppgjöri á fyrirtækjum í slitameðferð lýkur. Á myndinni sést þróun á hreinni stöðu þjóðarbúsins við útlönd á árunum fyrir fall viðskiptabankanna (appelsínugulu súlurnar), stöðu þjóðarbúsins án þrotabúa gömlu bankana eftir fall þeirra (ljósbláa línan) og mat SÍ á undirliggjandi stöðu frá því að bankinn birti það í fyrsta sinn í lok 1. ársfjórðungs 2013 (fjólubláa línan). Samkvæmt mati SÍ var undirliggjandi staða þjóðarbúsins í lok júní neikvæð um sem nemur 51% af vergri landsframleiðslu. Hrein erlend staða um 50% af VLF er ekki slæm í sögulegu samhengi og sambærileg við stöðu mála um aldamótin. Verðmæti innlendra eigna þrotabúanna er hins vegar háð talsverðri óvissu því gæti endanleg niðurstaða eftir uppgjör þeirra orðið hvort sem er betri eða verri m.t.t. erlendrar stöðu þjóðarbúsins.

Vikan framundan

Seinna í dag birtir Icelandair flutningstölur fyrir ágústmánuð. Á miðvikudag birtir Hagstofan fyrsta mat á landsframleiðslunni á öðrum ársfjórðungi ásamt uppfærðum tölum fyrir 2013. Á fimmtudag birtir Hagstofan upplýsingar um fjármál hins opinbera. Á föstudag birtir Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi í ágúst.

Lánamál ríkisins birta markaðsupplýsingar á morgun og á fimmtudag er útboð á ríkisvíxlum.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 8. september 2014

Innlendar markaðsupplýsingar 8. september 2014

Erlendar markaðupplýsingar 8. september 2014

Hvað fannst þér um þessa grein? Láttu okkur vita

Lesa grein


Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér eru unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær eru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara. | Lesa allan fyrirvarann

RSS