Efnahagsmál

Hagfræðideild Landsbankans birtir hér yfirlit, greiningar og rannsóknir er snúa að þróun og horfum helstu hagvísa, svo sem verðbólgu, stýrivöxtum, hagvexti, atvinnuleysi og utanríkisviðskipum.

Hagsjá: Óvænt niðurstaða reksturs ríkisins 2013

Nýútkominn ríkisreikningur gefur lokaniðurstöðu fyrir rekstur og efnahag ríkisins á árinu 2013. Niðurstaðan er mun betri en reiknað var með, fyrst og fremst vegna um 25 ma.kr. tekjufærslu sem tengist eignaukningu ríkisins í Landsbankanum og halli ársins er því um 0,7 ma.kr.

Samantekt

Nýútkominn ríkisreikningur gefur lokaniðurstöðu fyrir rekstur og efnahag ríkisins á árinu 2013. Niðurstaðan er mun betri en reiknað var með, fyrst og fremst vegna um 25 ma.kr. tekjufærslu sem tengist eignaukningu ríkisins í Landsbankanum og halli ársins er því um 0,7 ma.kr.

Skuldastaðan er enn mjög erfið. Skuldir standa nokkurn veginn í stað á nafnvirði, en að raunvirði fara þær lækkandi. Hlutfall heildarskulda ríkisins af vergri landsframleiðslu fór yfir 117% á árinu 2011, en lækkaði niður í 115% á árinu 2012 og í 108% á árinu 2013. Þetta er þróun í rétta átt en engu að síður eru skuldirnar mjög háar í sögulegu samhengi og einnig í samanburði við þær þjóðir sem við viljum bera okkur saman við. Vaxtakostnaður ríkisins er mikil byrði og var nálægt 75 ma.kr. 2013. Til samanburðar má benda á að rekstur Landspítalans á því ári kostaði rúma 40 ma.kr. Vaxtakostnaður ársins 2013 var því um 80% hærri en rekstrarkostnaður spítalans.

Meginniðurstaðan varðandi ríkisreikninginn fyrir 2013 er að þróunin sé á réttri leið, en árangurinn þurfi að vera mun betri til þess að sett markmið náist.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Óvænt niðurstaða reksturs ríkisins 2013

Hvað fannst þér um þessa grein? Láttu okkur vita

Lesa grein

Hagsjá: Töluverð fiskiskipafjárfesting í farvatninu

Útlit er fyrir talsverða aukningu í fjárfestingu útgerða vegna endurnýjunar skipaflotans á næstu árum. Tilkynnt hefur verið um nýsmíði á fiskiskipum fyrir um 27 ma. kr. á næstu árum en þar yrði um að ræða nokkurn fjárfestingarkúf samanborið við sögulegrar fjárfestingar í greininni.

Samantekt

Útlit er fyrir talsverða aukningu í fjárfestingu útgerða vegna endurnýjunar skipaflotans á næstu árum. Tilkynnt hefur verið um nýsmíði á fiskiskipum fyrir um 27 ma. kr. á næstu árum en þar yrði um að ræða nokkurn fjárfestingarkúf samanborið við sögulegrar fjárfestingar í greininni.

Mestur þunginn í fjárfestingunni liggur á árinu 2016 þegar ráðgert er að átta nýir ísfisktogarar bætist við flotann. Heildarfjárfestingin á því ári nemur 17,7 ma. kr.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Töluverð fiskiskipafjárfesting í farvatninu

Hvað fannst þér um þessa grein? Láttu okkur vita

Lesa grein

Hagsjá: Spáum 0,2% hækkun VNV í ágúst

Hagstofa Íslands birtir ágústmælingu vísitölu neysluverðs (VNV) miðvikudaginn 27. ágúst nk. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,2% hækkun vísitölunnar milli mánaða. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan lækka lítillega, eða úr 2,4% í 2,2%. Bráðabirgðaspá Hagfræðideildar gerir ráð fyrir 0,4% hækkun í september, 0,1% í október og 0,2% í nóvember.

Samantekt

Hagstofa Íslands birtir ágústmælingu vísitölu neysluverðs (VNV) miðvikudaginn 27. ágúst nk. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,2% hækkun vísitölunnar milli mánaða. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan lækka lítillega, eða úr 2,4% í 2,2%. Bráðabirgðaspá Hagfræðideildar gerir ráð fyrir 0,4% hækkun í september, 0,1% í október og 0,2% í nóvember. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan í nóvember mælast 2,2%.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Spáum 0,2% hækkun VNV í ágúst


Hvað fannst þér um þessa grein? Láttu okkur vita

Lesa grein

Vikubyrjun: mánudagurinn 18. ágúst

Íslendingar voru duglegir að strauja greiðslukort sín erlendis í júlí skv. tölum um greiðslumiðlun sem SÍ birti í vikunni. Velta íslenskra korta innanlands dróst saman um 1,1% að raunvirði í júlí miðað við sama tímabil í fyrra, meðan veltan erlendis jókst um 15,2% að raunvirði á sama tímabili. Lánamál ríkisins hættu við fyrirhugað útboð ríkisbréfa á föstudag.

Það helsta frá vikunni sem leið

Í vikunni birti Fjársýsla ríkisins ríkisreikning fyrir 2013.

Fjármála- og efnahagsráðherra skipaði Má Guðmundsson í embætti seðlabankastjóra til næstu fimm ára.

Lánamál ríkisins (LR) birtu á mánudag markaðsupplýsingar í ágúst. Nokkuð góð þátttaka var í ríkisvíxlaútboði sem LR héldu á miðvikudag, en LR hættu við fyrirhugað útboð ríkisbréfa á föstudag.

Skráð atvinnuleysi í júlí var 3,1% og lækkaði um 0,1% milli mánaða og um 0,8% milli ára. Hefur atvinnuleysi leitað nokkuð jafnt niður á við síðan í byrjun árs 2010 og er nú ekki fjarri því sem við teljum vera náttúrlegt atvinnuleysi hér á landi.

Íslendingar voru duglegir að strauja greiðslukort sín erlendis í júlí  skv. tölum um greiðslumiðlun sem SÍ birti í vikunni. Velta íslenskra korta innanlands dróst saman um 1,1% að raunvirði í júlí miðað við sama tímabil í fyrra, meðan veltan erlendis jókst um 15,2% að raunvirði á sama tímabili.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,4% í vikunni. Mest hækkuðu bréf í Högum (+4,7%) og Fjarskiptum (+2,5%), meðan að bréf í Össuri (-2,7%) og Icelandair (-1,6%) lækkuðu mest.

Gengi krónunnar stóð næstum óbreytt á móti evru  (EURISK = 155,0; +0,1%), veiktist lítillega á móti bandaríkjadal (USDISK = 115,7; +0,2%), en styrktist á móti sterlingspundi (GBPISK = 193,1; -0,3%).

Mynd vikunnar

Á myndinni sjáum við leiðina að endanlegri rekstrarniðurstöðu hjá ríkissjóði gegnum frumvarp, fjárlög, fjáraukalög og loks ríkisreikning seinustu fimm árin. Niðurstaða ríkisreiknings 2013 með 700 m. kr. halla kemur nokkuð á óvart miðað við niðurstöðu fjáraukalaga þar sem halli á rekstri ríkisins var um 20 ma. kr. og boðað að hann yrði endanlega um 25 ma. kr. Stór tekjufærsla upp á um 25. ma. kr.  vegna eignaaukningar ríkisins í Landsbankanum vegur upp á móti þeirri neikvæðu niðurstöðu sem búist var við og því endar niðurstaða ársins nálægt jöfnuði.

Vikan framundan

Á miðvikudag verður tilkynnt um stýrivaxtaákvörðun peningastefnunefndar, við gerum ráð fyrir óbreyttum vöxtum. Samhliða vaxtaákvörðun birtir SÍ peningamál 2013/3 með uppfærðri þjóðhagsspá. Á fimmtudag birtir Seðlabankinn niðurstöður úr nýjustu væntingakönnun  markaðsaðila.

Þrjú áhugaverð uppgjör eru í vikunni; Fjarskipti birta á miðvikudag en Íslandsbanki og Landsbankinn á fimmtudag.

Lítið er af áhugaverðum hagvísum í vikunni. Helst að nefna vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu á sem verður birt þriðjudag og vístala launa á föstudag.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 18. ágúst 2014

Innlendar markaðsupplýsingar 18. ágúst

Erlendar markaðsupplýsingar 18. ágúst

Hvað fannst þér um þessa grein? Láttu okkur vita

Lesa grein

Hagsjá: Hagfræðideild Landsbankans spáir óbreyttum stýrivöxtum

Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans haldi stýrivöxtum bankans óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunardegi þann 20. ágúst næstkomandi.

Samantekt

Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans haldi stýrivöxtum bankans óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunardegi þann 20. ágúst næstkomandi.

Stýrivextir Seðlabankans hafa innan skamms staðið óbreyttir í tvö ár. Litlar breytingar hafa orðið á þeim meginhagstærðum sem ætla má að kallað gætu á vaxtabreytingu frá síðustu vaxtaákvörðun peningastefnunefndar.

Í niðurlagi síðustu yfirlýsingar peningastefnunefndar frá 11. júní segir að tilefni til að breyta nafnvöxtum bankans á næstunni fari eftir framvindu verðbólgu og verðbólguvæntinga. Nær engar breytingar hafa orðið á verðbólgunni á síðustu mánuðum og hefur hún haldist á fremur þröngu bili rétt undir verðbólgumarkmiðinu alveg síðan í janúar. Sama má segja um verðbólguvæntingar sem hafa lítið breyst á flesta mælikvarða. Gengi krónunnar hefur einnig verið stöðugt þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi bætt í kaup sín á gjaldeyri á millibankamarkaði.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Hagfræðideild Landsbankans spáir óbreyttum stýrivöxtum

Hvað fannst þér um þessa grein? Láttu okkur vita

Lesa grein


Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér eru unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær eru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara. | Lesa allan fyrirvarann

RSS