Efnahagsmál

Hagfræðideild Landsbankans birtir hér yfirlit, greiningar og rannsóknir er snúa að þróun og horfum helstu hagvísa, svo sem verðbólgu, stýrivöxtum, hagvexti, atvinnuleysi og utanríkisviðskipum.

Hagsjá: Landspítalinn – nokkrar tölulegar staðreyndir

Landspítalinn Háskólasjúkrahús er mikið til umræðu um þessar mundir í skugga læknaverkfalls og mikillar umræðu um stöðu spítalans. Í þessari Hagsjá er fjallað um nokkrar tölulegar staðreyndir um stöðu spítalans og þróun hans á síðustu árum.

Samantekt

Landspítalinn Háskólasjúkrahús er mikið til umræðu um þessar mundir í skugga læknaverkfalls og mikillar umræðu um stöðu spítalans. Í þessari Hagsjá er fjallað um nokkrar tölulegar staðreyndir um stöðu spítalans og þróun hans á síðustu árum. Þar er sérstaklega litið til útgjalda hans og fjárheimilda, en einnig skoðað hversu stóran hluta hann hefur fengið af ríkisútgjöldum síðustu ára og hve mikið rekstur hans hefur kostað á hvert hvern íbúa landsins.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Landspítalinn – nokkrar tölulegar staðreyndir

Hvað fannst þér um þessa grein? Láttu okkur vita

Lesa grein

Hagsjá: Óvissa um framtíð beingreiðslukerfisins í mjólkurframleiðslu

Eftir að Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði tilkynntu að greitt yrði fullt verð fyrir alla umframmjólk til ársins 2016 hafa viðskipti með greiðslumark mjólkur umpólast. Í síðustu tveimur útboðum hefur verð fyrir greiðslumark lækkað um alls 44%.

Samantekt

Eftir að Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði tilkynntu að greitt yrði fullt verð fyrir alla umframmjólk til ársins 2016 hafa viðskipti með greiðslumark mjólkur umpólast. Gild kauptilboð hafa frá upphafi verið allt að fjórfalt fleiri en sölutilboð. Það sem af er þessu ári hefur þetta snúist við. Mun fleiri tilboð eru um sölu greiðslumarks en kaup og verðið hefur lækkað um alls 44% í síðustu tveimur útboðum.

Líklegt er að þessi verðlækkun endurspegli væntingar bænda um að breytingar séu framundan á beingreiðslukerfinu fyrir mjólkurframleiðslu. Næsta útboð verður haldið nú í byrjun næsta mánaðar og verður spennandi að sjá hvort framhald verði á þessari þróun.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Óvissa um framtíð beingreiðslukerfisins í mjólkurframleiðslu

Hvað fannst þér um þessa grein? Láttu okkur vita

Lesa grein

Hagsjá: Sæstrengur gæti orðið mjög arðsöm framkvæmd

Sæstrengur milli Íslands og Bretlands gæti skilað mjög góðri arðsemi og umtalsverðu hreinu gjaldeyrisinnstreymi til þjóðarbúsins. Sæstrengur gæti því haft töluverð jákvæð áhrif á lífskjör hér á landi og á skuldastöðu þjóðarbúsins.

Samantekt

Sæstrengur milli Íslands og Bretlands gæti skilað mjög góðri arðsemi og umtalsverðu hreinu gjaldeyrisinnstreymi til þjóðarbúsins. Sæstrengur gæti því haft töluverð jákvæð áhrif á lífskjör hér á landi og á skuldastöðu þjóðarbúsins.

Enn töluverð óvissa

Áður en lengra er haldið er rétt að geta þess að enn er töluverð óvissa um ýmsa lykilþætti í þessu verkefni og því ber að taka niðurstöðum þessarar samantektar með ákveðinni varúð. Ljóst er þó að arðsemi verkefnisins og þar með líkur á því að af því verði, er einkum háð því hvort hægt verði að semja við breska ríkið um fast verð á raforkunni til langs tíma. Óformlegar viðræður milli Landsvirkjunar og breskra stjórnvalda benda til þess að töluverður áhugi sé fyrir verkefninu af hálfu Breta en óvissan tengist fyrst og fremst raforkuverðinu.

Hvers vegna ættu Bretar að vilja semja við Íslendinga?

Bretum er eðlilega mjög umhugað um orkuöryggi en vilja einnig auka vægi endurnýjanlegra orkugjafa í sinni raforkuframleiðslu. Ef ekki kemur til stóraukningar á uppsettu afli í Bretlandi mun orkuöryggi þeirra verða ógnað í náinni framtíð. Breska ríkið býður því upp á staðlaða samninga sem kveða á um fast verð til framleiðenda endurnýjanlegrar raforku á Bretlandi. Samningarnir eru verðtryggðir og yfirleitt til 15-35 ára. Verðið er breytilegt eftir því hvernig raforkan er framleidd og tekur að ákveðnu leyti tillit til framleiðslukostnaðar. Fyrir vatnsafl eru greidd 100 pund á MWst, 145 pund fyrir jarðvarma og 95 fyrir vindorku sem virkjuð er á landi en 155 pund á MWst fyrir vindorku sem virkjuð er á hafi. Mögulegt er að þessi verð, eða svipuð, standi íslenskum raforkuframleiðendum til boða.

Heildarhagnaður á bilinu 137 til 337 ma. kr.?

Ef gert er ráð fyrir að þessi verð standi Íslendingum til boða myndi verðið vera um 121 GBP á MWst miðað við hlutfallslegt vægi nýrra vatnsafls-, jarðvarma- og vindorkuvirkjana hér á landi. National Grid, breskt ríkisfyrirtæki sem sér um dreifingu á raforku á Bretlandi, spáir því að eftir 23 ár verði almennt verð á raforku komið upp í 77 GBP á MWst. Ef gert er ráð fyrir að 8 ára fjárfestingartíma og að þeim tíma liðnum tæki við 15 ára samningur við Breta á verðinu 80 GBP á MWst og að þeim tíma liðnum væri verð á markaði 77 GBP á MWst sem héldi sér næstu 25 ár væri þarna verið að tala um 40 ára tekjutíma á verkefninu. Núvirði slíks samnings væri 137 ma. kr. miðað við 8% ávöxtunarkröfu á heildarfjármagn í innlendum fjárfestingum. Náist að semja um verðið 121 GBP á MWst verður núvirðið hins vegar 337 ma. kr. Jafnvel þó að einungis fengjust tekjur í 15 ár og engar tekjur eftir þann tíma væri núvirðið á verkefninu samt 65 ma. kr.

Gæti tækifæri fyrir sæstreng frá Íslandi tapast?

Í fyrrnefndri skýrslu National Grid er fjallað um framtíð raforkuframleiðslu á Bretlandi. Þar er bent á að aukin áhersla á græna og endurnýjanlega orkukosti auki þörf á samtengingu Bretlands við erlenda orkumarkaði. Nú er flutningsgeta allra sæstrengja til Bretlands um 4 GW en í sviðsmyndum sem birtar eru í skýrslunni er gert ráð fyrir að heildarflutningsgeta sæstrengja verði á bilinu 7-11 GW árið 2030. Norðmenn hafa nú þegar samið um lagningu tveggja 1,4 GW sæstrengja til Bretlands og áætlað er að þeir verði komnir í notkun árið 2020. Framkvæmdirnar munu því auka flutningsgetuna í 6,8 GW árið 2020. Þar að auki eru viðræður hafnar um lagningu fleiri sæstrengja til Bretlands. Til skoðunar eru t.d. tveir 0,7 GW strengir milli Danmerkur og Bretlands.

Í nýrri greiningu ENTSO-E (The European Network of Transmission System Operators for Electricity) á tengimöguleikum raforkukerfa Evrópu er birt yfirlitsmynd með mögulegum samtengingum evrópskra orkumarkaða. Þar er m.a. bent á tengimöguleika milli Bretlands annars vegar og Spánar, Frakklands, Belgíu og Hollands hins vegar. Augljóst er því að Bretar eiga ýmsa möguleika á að uppfylla orkuþörf sína og að raforka um sæstreng frá Íslandi er ekki eini kosturinn sem kemur til greina.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Sæstrengur gæti orðið mjög arðsöm framkvæmd


Myndin sýnir þá ávöxtunarkröfu á eigið fé sem gerir núvirðið núll miðað við 40 ára tekjutíma fjárfestinganna. Gert ráð fyrir fastri 7% ávöxtunarkröfu á lánsfé og 35% eiginfjárhlutfalli. Um er að ræða ávöxtunarkröfu á eigin fé fyrir skatta. Hægt er að reikna einnig út ávöxtunarkröfu fyrir skatta en það ekki gert þar sem flestir innlendir raforkuframleiðendur eru að langmestu leyti í eigu hins opinbera og rennur arðurinn því til þess.


Hvað fannst þér um þessa grein? Láttu okkur vita

Lesa grein

Vikubyrjun: mánudagurinn 27. október 2014

Launavísitalan hækkaði um 0,7% milli mánaða í september. Tólf mánaða hækkun hennar er 6,2% og hefur kaupmáttur launa hækkað um 4,3% á þessu tímabili. Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar var atvinnuleysi í september 4,1% í samanburði við 5,2% atvinnuleysi sama mánuð 2013.

Það helsta frá vikunni sem leið

Launavísitalan hækkaði um 0,7% milli mánaða í september. Tólf mánaða hækkun hennar er 6,2% og hefur kaupmáttur launa hækkað um 4,3% á þessu tímabili. Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar var atvinnuleysi í september 4,1% í samanburði við 5,2% atvinnuleysi sama mánuð 2013.

Þrjú félög birtu árshlutauppgjör í vikunni, Marel (uppgjör; +22,8% hækkun í vikunni), Össur (uppgjör; +14,9%) og Hagar (uppgjör;-1,3% ). Úrvalsvísitalan hækkaði um 5,6% í vikunni.

Lánamál ríkisins ákváðu að hætta við útboð ríkisbréfa sem fyrirhugað var í vikunni.

Mynd vikunnar

Á myndinni sjáum við meðalskuldir og meðaleignir einstaklinga eftir aldurshópum árið 2013 samkvæmt gögnum Hagstofunnar. Hópurinn undir sem er 24 ára og yngri er nokkurn veginn eigna- og skuldalaus. Upp að tæplega fertugu þróast skuldir og eignir svipað og því lítil hrein eignamyndun. Upp úr fertugu lækka skuldir á ný og eignir að aukast.

Vikan framundan

Hagstofan birtir októbermælingu vísitölu neysluverðs á miðvikudaginn, við spáum 0,1% hækkun milli mánaða. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan hækka lítillega, eða úr 1,8% í 1,9%.

Þrjú félög í kauphöllinni birta árshlutauppgjör; TM (mið), VÍS (fim.) og Icelandair (fim.)

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 27. október 2014

Innlendar markaðsupplýsingar  27. október 2014

Erlendar markaðsupplýsingar  27. október 2014


Hvað fannst þér um þessa grein? Láttu okkur vita

Lesa grein

Hagsjá: Einkaneysla heimilanna umfram ráðstöfunartekjur

Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann minnkaði um 0,7% milli áranna 2012 og 2013. Einkaneysla heimilanna hefur yfirleitt verið meiri en ráðstöfunartekjurnar leyfa og séð yfir lengri tíma var það aðeins á samdráttarárunum 2008 og 2009 að tekjur voru meiri en neysluútgjöldin þó ekki hafi munað miklu.

Samantekt

Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann minnkaði um 0,7% milli áranna 2012 og 2013. Að öllu jöfnu ættu ráðstöfunartekjur heimilanna að duga til að fjármagna einkaneyslu þeirra auk þess sem þau geti lagt eitthvað til hliðar í sparnað. Einkaneyslan hefur þó yfirleitt verið meiri en ráðstöfunartekjurnar leyfa og séð yfir lengri tíma var það aðeins á samdráttarárunum 2008 og 2009 að tekjur voru meiri en neysluútgjöldin þó ekki hafi munað miklu.

Ein skýring á því að einkaneyslan sé til lengri tíma meiri en ráðstöfunartekjur gæti verið að raunverulegar tekjur heimilanna séu vanmetnar, þ.e. þær séu ekki allar gefnar upp til skatts. Á síðustu árum hefur aukin einkaneysla að einhverju leyti verið fjármögnuð með úttekt sparifjár af innlánsreikningum og þar að auki hafa ýmsar skuldalækkunaraðgerðir og úttekt séreignasparnaðar eflaust haft áhrif.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Einkaneysla heimilanna umfram ráðstöfunartekjur


Hvað fannst þér um þessa grein? Láttu okkur vita

Lesa grein


Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér eru unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær eru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara. | Lesa allan fyrirvarann

RSS